• Sími: 591-0100
  • dukur@dukur.is
Upplýsingar til þeirra sem gefa út verklýsingar fyrir fagsvið veggfóðrara og dúklagningarmanna.

Þessi samantekt samanstendur af þremur skjölum; „Upplýsingar til þeirra sem gefa út verklýsingar fyrir fagsvið veggfóðrara og dúklagningarmanna“, „Verklýsing dúklögn“ og „Verklýsing teppi og veggfóður“. Í þeim öllum eru efnistökin á atriðum sem snerta fagsvið veggfóðrara og dúklagningarmanna.

Tvö seinni skjölin hafa að geyma dæmi um verklýsingar sem taka á helstu þáttum er snúa að vinnu dúk- og veggfóðraraverktaka.  Fyrsta skjalið er samantekt yfir viðeigandi lög og staðla, helstu atriði er þarfnast úrbóta í verklýsingum, og að lokum umfjöllun um verkþætti efni og hugtök sem tengjast fagsviðinu.

Markmiðið með útgáfunni er að koma upplýsingum á framfæri í þeirri von að verklýsingar fagsviði V&D batni og er verkið unnið af Aroni N. Þorfinnsyni verkfræðingi. Aron nam iðnina frá 1989, starfaði innan hennar um árabil, og hefur setið í sveinsprófsnefndum yfir átta ár.

Sem verk- eða tæknifræðingur hefur Aron að mestu starfað sem verkefnastjóri framkvæmda á sviðum fasteignastjórnunar, uppbyggingu ljósleiðaranets og hefðbundinna bygginga ásamt rekstri eigins verktakafyrirtækis. Í dag starfar Aron sem verkfræðingur í olíuiðnaðnum í Noregi. Í ljósi hans bakgrunns og reynslu lá beint við að fá hann til verksins.

Skjölin má finna hér til hægri á síðunni, þar sem þeim er hægt að hlaða niður. Skjölin eru á PDF sniði.

Með kveðju
Einar Beinteinsson
Formaður dúklagningar- og veggfóðrarameistara

Client 1