• Sími: 591-0100
  • dukur@dukur.is

Þetta gerum við

Hér fyrir neðan má sjá hvað það er sem við gerum og þau efni sem að við notum.

Image

Iðnin spannar vítt svið og vinnum við með mörg mismunandi efni.

Það fer eftir aðstæðum hvaða efni hentar best þegar litið er til endingar og viðhalds. Það er því mikilvægt að byrja á að skoða hvernig rými á að dúkleggja eða veggfóðra og ræða það við fagmannin áður en farið er að kaupa efni.

Rangt val á efni getur bæði kostað tíma og fyrirhöfn ef það er komið á gólfið svo ekki sé talað um tap á fjármunum. Það borgar sig að fá fagmenntaðan mann í verkið.

Línóleum er einstakt, slitsterkt og náttúrulegt efni sem nota má á ýmsa vegu til þess að klæða og skreyta gólf.
Athyglisvert er að þetta efni, sem kom fram fyrir rúmum 150, árum skuli enn standa fyrir sínu. Ástæða þessa kann að vera ending og notagildi þess.

Hvar hentar linoleum?
Leggja má línoleum nánast á hvaða flöt sem er, nema þar sem votrými, eru svo sem á baðherbergjum eða sturtum . Einnig ber að hafa í huga að rými þar sem gengið er beint inn af götu þar sem bleyta getur borist inn, er ekki hentugt að leggja línóleum á því að stöðug bleyta getur haft slæm áhrif á dúkinn.

Línoleum má sjá víða, þar á meðal á skólum, skrifstofum, stigagöngum og heimilum. Til að gefa til kynna endingu efnisins má nefna að á Melaskólanum, Austurbæjarskólanum, og Iðnskólanum í Reykjavík eru að stórum hluta upprunalegur línoleumdúkur.

Linoleum er hægt að fá í mismunandi þykktum og litum, sem flísar og parket. Þess má geta að dúkurinn er alltaf fáanlegur í tveggja metra breidd. Þar sem þörf er á að gólfið sé mjúkt svo sem á barnaherbergjum, er hægt að setja undirlag undir dúkinn sem kallast korkment.

Einnig er hægt að skera út mynstur eða borða og blanda saman mismunandi litum til þess að gólfið verði sniðið eftir þínum hugmyndum og smekk og verði þar af leiðandi einstakt.

Línoleum er alltaf límt á gólf nema um línóleumparkett sé að ræða.

Skoða myndir

Vínylgólfdúka er hægt að fá í mismunandi mynstrum, þykktum og litum. Einnig er hægt að fá þá í mismunandi breiddum sem hentar vel þegar leggja þarf t.d. á eldhús eða herbergi án samskeyta.

Hvar henta Vínylgólfdúkar?
Þegar um votrými er að ræða er dúkurinn beygður upp á vegginn í heilu lagi og samskeyti soðin saman með suðuþræði sem er samlitur gólfdúknum svo að gólfið verði vatnshelt.

En það eru ekki bara gólf sem eru klædd með vínyldúk. Oft eru baðhebergi að fullu klædd bæði veggir og gólf, þannig er hægt að fá fram fallegt vatnshelt rými með því að blanda saman efnum og litum.

Á mikla álagsfleti er hægt að fá dúka með þar til gerðri varnarhúð sem er viðhaldsfrí og þarf ekki að bóna.

Hægt er að fá vínyldúka sem ekki þarf að líma og eru það dúkar sem eru ætlaðir á heimili og ná vegg í vegg, án samskeyta, eins og nefnt var hér að ofan.

Teppi er hægt að fá eins og vínyldúkinn í ýmsum gerðum t.d. með eða
án undirlags, úr ull eða pólýester. Teppi er hægt að líma, leggja laus, eða strengja á lista. Hægt að fá teppi í mismunandi gæðum og með mismunandi slitþoli. Yfirleitt eru teppi í fjögurrra eða tveggja metra breidd.

Hvar henta teppi?
Teppi eru gjarnan notuð á skrifstofur, heimili og stigaganga. Ekki hentar að leggja teppi á fleti þar sem hætta er á bleytu svo sem í eldhúsum eða á baðherbergjum.

Teppi henta vel fyrir þá sem vilja hafa mjúkt gólfefni sem gefur eftir þegar gengið er á því. Teppi geta líka verið góð lausn á gólf sem eru illa einangruð. Til að einangra gólfið frekar er hægt að leggja undirlag undir teppið.

Skoða myndir

Veggfóður er veggklæðning sem er til í mörgum mismunandi efnum t.d. pappa, vínyl eða fiberstriga.

Möguleikarnir með veggfóðri eru margir og það fer eftir því hvar skal veggfóðra hvort velja eigi vínyl eða pappír.

Vínylveggfóður þolir þrif og hentar því á rými eins og eldhús eða salerni. Pappírsveggfóður hentar í stofur og herbergi og á ganga.

Vinsælt er að skipta veggjum upp þannig að veggfóðursborði skilji að efri og neðri hluta veggjarins, sem geta verið með tveimur mismunandi gerðum eða litum.

Einnig er hægt að afmarka eða skipta upp rýmum með því að setja eina eða fleiri veggfóðurslengjur á hluta rýmisins.

Ef um mjög óslétta veggi er að ræða, er veggfóðrað með pappaundirlagi áður en sjálft veggfóðrið er límt á vegginn til þess að fá fallega slétta áferð á veggina.

Skoða myndir

Flotspörslun er framkvæmd þegar þörf er á að slétta gólf eða rétta af áður en gólfefni er lagt á. Þetta er nauðsynlegt svo að misfellur í gólfi komi ekki upp í gegn um gólfefnið sem liggja skal á gólfinu.

Í sumum tilfellum getur verið nauðsynlegt að rétta gólf af svo að húsgögn, heimilistæki  eða innréttingar standi rétt. Þegar um holur eða stærri misfellur er að ræða er gert við gólfið með viðgerðarefni áður en flotefnið er lagt.

Skoða myndir

Áður fyrr var hessianstrigi stundum strekktur inni í timburhúsum til þess að klæða loft og veggi.

Hessianstigi var framleiddur í Englandi en er nú framleiddur í Bombay á Indlandi. Notkun strigans byrjaði á Englandi fyrir aldamót en breiddist svo út til Norðurlanda.  Strigalögn hófst á Íslandi rétt fyrir aldamótin 1900.

Striginn er strengdur horna á milli á timburveggi og í loft. Hann má aðeins festa í kantana svo að hann verði fljótandi á veggnum.  Þegar búið er að strengja strigann, er límdur gólfpappi í hornin sem síðan er er grunnaður með olíumálningu og spartlaður út.  Næst er maskínupappír límdur á strigann með hveitilími og þegar pappírinn er þurr verður að olíugrunna hann.

Skoða myndir

Dúkarar taka að sér að þrífa og bóna gömul og nýlögð gólf. Þeir hafa þekkingu á hvernig efni skal nota og hvernig viðhaldi skal háttað þannig að gólfið haldi sér eins og nýtt.

Spyrðu fagmanninn um ráðleggingar.

Skoða myndir

Client 1