Námið
Sá sem vill læra dúklagnir og veggfóðrun verður að gera fjögurra ára námssamning við meistara og þarf á þeim tíma að ljúka þremur önnum í bóklegu námi í iðn- eða fjölbrautaskóla. Námið tekur 4 ár og lýkur með sveinsprófi og fær sá sem stenst það heimild til þess að bera starfsheitið dúklagningamaður og veggfóðrari.
Starf dúkarans er fjölbreytt og viðamikið og kemur að mörgum þáttum byggingariðnaðarins, vegna þessa er starfið áhugavert.
- Námsgreinar
- Sveinspróf
- Framhaldsmenntun
Það sem kennt er í skólanum eru sérgreinar eins og efnisfræði, fríhendis teikning, verkleg og bókleg verktækni. Auk sérgreina eru almennar bóklegar greinar eins og íslenska, enska, danska og stærðfræði. Verkleg þjálfun og tilsögn fer fram hjá meistara í faginu.
Menntafélag Byggingariðnaðarins hefur umsjón með sveinsprófum í bygginga- og mannvirkjagreinum á vegum menntamálaráðuneytisins.
Sveinspróf í veggfóðrun/dúkalögn, er haldið í júní.
Umsóknarfrestur vegna þátttöku í júní-prófi skal skilað inn fyrir 1. maí
Umsóknareyðublað er hægt að nálgast hér á síðunni, en með því skal skila inn ljósriti af samningi og burtfaraprófi. Sé nemandi að ljúka prófi á viðkomandi önn, skal hann skrá það á umsóknina, en skila henni inn áður en frestur rennur út en ljósriti af prófskírteini þegar það hefur verið afhent.
Umsóknareyðublað er hægt að nálgast hér
Sveinspróf eru haldin í Reykjavík. Þó er möguleiki að halda sveinspróf annars staðar sé fjöldi próftaka nægilegur, en til þess þurfa að lágmarki að vera 5 umsækjendur á hverjum stað.
Eftir sveinspróf getur veggfóðrari sótt nám í meistaraskóla, sem veitir honum rétt til að stofna fyrirtæki í byggingariðnaði. Hann getur hafið nám í tækniskóla og orðið tæknifræðingur. Veggfóðrari getur tekið stúdentspróf og sótt nám í háskóla. Eins getur veggfóðrari sótt sér ýmsa menntun erlendis, sem tengist veggfóðrun og dúklögn.