• Sími: 591-0100
  • dukur@dukur.is

Meistari hefur
fagþekkingu og reynslu

Þegar velja skal mann í að vinna verk sem fellur undir fag
dúklagninga- og veggfóðrarameistara mælum við eindregið með
að faglærður maður sé valinn í verkið.

Það getur borgað sig að fá ráðleggingar frá fagmanni

Rangt val á efni getur bæði kostað tíma og fyrirhöfn ef það er komið á gólfið ,
svo ekki sé talað um tap á fjármunum.

previous arrow
next arrow
Slider

Fagþekking tryggir góð vinnubrögð

Velkomin á vefsíðu félags dúkalagninga- og veggfóðrarameistara

Awesome Image

HVAÐ GERA

DÚKALAGNINGA OG VEGGFÓÐRARAMEISTARAR?

Awesome Image

HVERS VEGNA

AÐ VELJA MEISTARA TIL ÞESS AÐ VINNA FYRIR ÞIG?

Awesome Image

HÉR FINNUR

ÞÚ SÍMANÚMER OG NETFÖNG FÉLAGSMANNA

Um félagið

Image
Dúklagningar og veggfóðrarar, sem oft eru kallaðir "dúkarar", eru faglærðir meistarar.
 
Bóklegi hluti námsins fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík og Hafnarfirði. Verklegi hlutinn, sem er sá veigamesti, fer að mestu leyti fram í störfum hjá dúklagninga- og veggfóðrarameisturum.
Nú starfa um 70 sveinar og meistarar í faginu á Íslandi.
 
Saga veggfóðrunar í Reykjavík nær aftur til byrjunar 19. aldar.
 
Dúklagnir komu hins vegar ekki til sögunnar fyrr en upp úr 1910. Árið 1925 kom enskur maður til bæjarins til að dúkleggja Landssímahúsið. Réðust menn í vinnu til hans og lærðu þeir dúklagnir af honum. Þremur árum síðar, eða 4. mars 1928, var haldinn fundur í Baðstofu iðnaðarmanna í Reykjavík. Þangað komu 11 veggfóðrarameistarar til að ræða hagsmunamál sín og stofna til samtaka. Á þessum fundi stofnuðu þeir með sér Veggfóðrarafélag Reykjavíkur og fyrsta stjórn félagsins var þannig skipuð:
> Formaður: Victor Kr. Helgason
> Ritari: Sigurður Ingimundarson
> Féhirðir: Björn Björnsson
 

Hér færðu hugmyndir

Ertu að fara að breyta hjá þér? Vantar þig innblástur? Hér getur þú skoðað ýmsa möguleika sem eru í að nota gólf og veggefni.

Client 1

Hafðu samband

Fagþekking tryggir góð vinnubrögð!

  • Sími: +354 591 0100
  • dukur@dukur.is
  • Borgartún 35, 105 Reykjavík

Sendu okkur fyrirspurn

Opnunartími: Mánudag til föstudags: 09:00 - 16:00